Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvissa með Patrik Gunnars - Valgeir Lunddal tæpur fyrir landsliðsverkefnið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti landsliðshópur Arnars Gunnlaugssonar verður tilkynntur á miðvikudaginn. Það eru nokkur spurningamerki núna tveimur dögum fyrir tilkynninguna.

Daníel Leó Grétarsson er ekki farinn af stað með SönderjyskE og því mjög ólíklegt að hann verði í hópnum. Þá er orðið ljóst að Gísli Gottskálk Þórðarson verður ekki í hópnum en hann fór úr axlarlið. Gísli hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Lech Poznan eftir að hafa verið keyptur frá Víkingi.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmnanahópi Fortuna Düsseldorf um helgina en hann vonast til að spila um næstu helgi. Hann hefur verið í síðustu landsliðshópum og verður líklega í hópnum ef hann er heill.

Aðrir hægri bakverðir sem koma til greina eru þeir Dagur Dan Þórhallsson, Bjarki Steinn Bjarkason, Guðlaugur Victor Pálsson og Höskuldur Gunnlaugsson.

Þá hefur Patrik Sigurður Gunnarsson verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Fjarvera hans hefur ekki verið sérstaklega útskýrð af belgíska félaginu Kortrijk.

Ef Patrik getur ekki verið í hópnum er spurning hvert Arnar leitar eftir þriðja markmanninum í hópnum. Þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Elías Rafn Ólafsson verða að öllum líkindum í hópnum en með þeim koma nokkrir til greina.

Lúkas J. Blöndal Petersson, aðalmarkmaður U21 landsliðsins og varaliðs Hoffenheim, Ingvar Jónsson markmaður Víkings og Anton Ari Einarsson markmaður Íslandsmeistarana í Breiðabliki eru nöfn sem hljóta að vera ofarlega á lista. Þá er Rúnar Alex Rúnarsson hjá danska stórliðinu FCK, þar er hann þriðji markmaður og spilar stundum með varaliði félagsins. Adam Ingi Benediktsson hjá sænska liðinu Östersund gæti einnig komið til greina.
Athugasemdir
banner
banner