Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 10. júlí 2020 22:23
Anton Freyr Jónsson
Kristján Guðmunds: Seinni hálfleikurinn olli vonbrigðum
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar var svekktur eftir tapið á móti Selfossi í 16-liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld og er liðið úr leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Selfoss

„Sterkara liðin vann á endanum. Við löguðum heilmikið frá því að við spiluðum við þær hér í deildinni fyrir rúmri viku síðan, okkur vantaði aðeins að reka smiðshöggið á sóknirnar okkar."

Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi allt þangað til Hólmfríður Magnúsdóttir kemur Selfossi yfir og þá hrinur sóknarleikur Stjörnunar og Kristján var spurður hvað hafi farið úrskeiðis eftir fyrsta mark Selfossar

„Við ræddum þetta einmitt eftir leikinn, fyrri hálfleikurinn er í jafnvægi og við ætluðum að koma til baka í seinni hálfleik en fyrsta mínútan í síðari hálfleik gerum við okkur sek um mistök og Selfoss átti að skora,það gaf tóninn hvernig hugarfarið var hjá okkur þegar við fórum inn í síðari hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn olli okkur öllum miklum vonbrigðum."

Ekkert bikarævintýri hjá Stjörnunni í ár og var Kristján spurður út í framhaldið í deildinni.

„Við erum búin að vinna þá leiki sem við þurfum að vinna ef það má orða það svoleiðis og við þurfum að halda því áfram og næsti leikur á móti KR skiptir miklu máli."
Athugasemdir
banner
banner