Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   lau 10. júlí 2021 16:43
Arnar Daði Arnarsson
Heiðar Birnir: Menn þurfa að gyrða sig í brók
Lengjudeildin
Heiðar Birnir.
Heiðar Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svakalega lélegir í dag," voru fyrstu orð Heiðars Birnis þjálfara Vestra eftir 2-0 tap gegn Kórdrengjum í 11. umferð Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  0 Vestri

„Í fyrri hálfleik fáum við urmul færa sem við nýttum ekki. Það er aldrei góðs viti að nýta ekki færin sín. Við gerum okkur seka um einbeitingarleysi og fáum á okkur víti og síðan annað markið úr föstu leikatriði."

„Maður verður að geta tekist á við það þegar maður lendir undir. Við höfum stundum gert það en ekki í þessum leik. Við áttum ekki góðan dag," sagði Heiðar Birnir en liðin voru jöfn af stigum með 16 stig fyrir leikinn í dag.

Getur verið að spennustigið hafi verið vanstillt hjá leikmönnum þar sem það var mikið í húfi?

„Allir leikir hjá okkur í sumar hafa verið úrslitaleikir þannig séð. Þetta eru reynslu miklir leikmenn og það var ekkert svoleiðis."

Eftir tapið í dag Vestri í 6. sæti deildarinnar sex stigum frá 2. sætinu.

„Ég er alls ekki ánægður með uppskeruna hingað til. Ef við hefðum unnið þennan leik þá værum við í fínum málum en núna er þetta svolítið önnur staða. Menn þurfa að gyrða sig í brók og gera betur. Það er ekkert öðruvísi," sagði Heiðar Birnir sem segir það þurfa að koma í ljós hvort Vestri bætir við sig mönnum í félagaskiptalugganum.
Athugasemdir
banner
banner