Sigurður Jónsson, þjálfari Kára, segir góðan árangur liðsins í sumar ekki hafa komið sér á óvart.
Liðið tryggði dag sæti sitt í 3. deild eftir að hafa lagt KFS, 6-3, í síðari leik liðana í undanúrslitum 4. deildar.
Liðið tryggði dag sæti sitt í 3. deild eftir að hafa lagt KFS, 6-3, í síðari leik liðana í undanúrslitum 4. deildar.
,,Við fórum af stað með þetta markmið, að komast upp um deild, og við náðum því. Þetta sumar er búið að vera mjög skemmtilegt sumar, að vinna með þessum strákum. Þetta eru duglegir strákar, góð blanda af Kára-strákum og svo strákum úr 2. flokk (ÍA) sem hafa staðið sig gríðarlega vel í sumar," sagði Sigurður.
,,Þeir hafa þroskast og vaxið mikið sem knattspyrnumenn."
Sigurður segir árangur liðsins ekki hafa komið á óvart.
,,Maður sá það fljótlega þegar við vorum að byrja tímabilið að það var mikill kraftur í liðinu, þetta eru ungir strákar og mikill hraði í okkar spili, eins og sást í fyrri hálfleik í dag. Þannig nei, maður sá fljótlega að við gætum farið alla leið."
,,Maður er ekki búinn að taka eina einustu taktísku æfingu í sumar, þannig það hefði getað verið aðeins betri spilamennska á liðinu."
Athugasemdir






















