Magnús Már Einarsson skrifar frá Álaborg
,,Þetta er einn stærsti og mikilvægasti leikur sem ég hef spilað, segir Sverrir Ingi Ingason fyrirliði U21 árs landsliðsins en liðið leikur við Dani klukkan 16:00 í dag í fyrri leiknum í umspili um sæti á EM.
,,Við erum að mæta frábæru liði og þetta eru leikirnir sem maður vill spila."
,,Við erum að mæta frábæru liði og þetta eru leikirnir sem maður vill spila."
Fyrri leikurinn fer fram í dag en sá síðari er á Laugardalsvelli á þriðjudag.
,,Ég býst við að þetta verði taktískur leikur. Í tveggja leikja hrinu geta verið þreifingar í fyrri leiknum."
Andreas Cornelius, framherji danska liðsins, sagði í viðtali á Fótbolta.net í vikunni að hann búist ekki við að þetta verði mikið vandamál gegn Íslendingum. Sverrir vill lítið tjá sig um þau ummæli.
,,Hann er góður leikmaður. Ég ætla ekkert að segja um það sem hann sagði. Danirnir eru með hörkulið en við munum gefa þeim alvöru leik. Það er alveg á hreinu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























