Magnús Már Einarsson skrifar frá Álaborg
Andreas Cornelius, framherij FC Kaupmannahafnar og danska U21 árs landsliðsins, er kokhraustur fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni EM
,,Ég ber virðingu fyrir íslensku leikmönnunum en ég reikna ekki með að þetta verði mikið vandamál fyrir okkur," sagði Cornelius við Fótbolta.net fyrir æfingu danska liðsins í Álaborg í dag.
,,Möguleikar okkar eru góðir. Ég þekki ekki íslenska liðið en við munum skoða styrkleika og veikleika liðsins næstu dagana."
Cornelius er kominn aftur til FCK eftir stutta dvöl hjá Cardiff en hann er í dag liðsfélagi Rúriks Gíslasonar.
,,Hann er góður leikmaður. Hann er mjög sterkur og með góða tækni."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















