Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fös 10. nóvember 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rikki Daða: Grínuðumst með að það væri gaman að fá einn völl frá þeim
Icelandair
Ríkharður Daðason og Guðni Bergsson.
Ríkharður Daðason og Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðsmaður, er staddur í Doha en hann er í landsliðsnefnd KSÍ. Ríkharður ásamt Magnúsi Gylfasyni og formanninum Guðna Bergssyni fundaði með æðstu mönnum fótboltans í Katar í vikunni.

Þá kynntu þeir sér undirbúning þessa litla en moldríka lands fyrir HM 2022 sem haldin verður í Katar.

„Við fengum mjög ítarlega kynningu á HM 2022 og þetta er alveg risaverkefni fyrir ekki stærra land. Það er ótrúlegt að þeri ætli að vera með átta nýja leikvanga í klukkutíma radíus hver frá öðrum. Þeir ætla að halda heilt heimsmeistaramót í sömu borginni og þeir eru alveg sannfærðir um að þeir geti það," segir Ríkharður.

„Það er nóg til af aurum til að byggja vellina en áhyggjurnar eru meiri af því hvernig þeir muni sjá um samgöngur og annað slíkt þegar allir eru komnir á sama staðinn. Þeir eru rosalega vissir um að þetta verði frábært hjá þeim. Þeim finnst umfjöllunin sem þeir hafa fengið hafa verið ósanngjörn."

Það er lítið mál fyrir Katar, eitt ríkasta land heims, að henda upp glæsilegum íþróttamannvirkjum. Þetta er allt annar raunveruleiki en við búum við heima á Íslandi þar sem erfitt hefur verið að endurnýja Laugardalsvöllinn.

„Við sögðum þeim að við værum í því ferli að reyna að bjóða upp á einn samkeppnishæfan völl á Íslandi. Það var einmitt að grínast með að það væri gaman að fá 20 þúsund manna völl frá þeim eftir að þeir gera einn 40 þúsund manna völl að 20 þúsund. Þeir gátu brosað að því. Þeir tengja ekki við það að í öðrum löndum er ekki svona fjármagn eins og þeir eru vanir."

Það er mögnuð lífsreynsla að vera í Doha og sjá þá uppbyggingu sem er í gangi. Byggingarkranar og framkvæmdir um allt.

„Þeir víla ekki fyrir sér að rífa upp götur og hverfi. Bílstjórinn sem var að keyra okkur sagði að á svæðinu sem við vorum á hafi ekkert verið nema sandur fyrir tveimur mánuðum. Skyndilega voru komnar sex akreina götur og planað að það væri komið hverfi og annað eftir fjögur ár. Það hlýtur að vera þægilegt að hafa bara kistu sem er helvíti djúp."

Það er ljóst að HM í Katar verður einstakt mót að mörgu leyti og gjörólíkt því sem verður í Rússlandi á næsta ári.

„Rússland blasir við með löngum ferðalögum og keppnin er haldin á afskaplega stóru svæði. Það er ákveðið vandamál. Maður sér þægindin í Katar fyrir liðin sjálf sem geta verið á sama hótelinu og það er aldrei meira en hálftími í næsta leikstað. Það væri virkilega gaman að vera hérna þá," segir Ríkharður en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner