Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 10. desember 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Columbus Crew bandarískur meistari í þriðja sinn
Bandaríska félagið Columbus Crew er bandarískur deildarmeistari í þriðja sinn í sögu félagsins eftir að það vann Los Angeles FC, 2-1, í úrslitum MLS-bikarsins í gær.

MLS-bikarinn er úrslitakeppni deildarinnar og komst Columbus Crew þangað með því að hafna í 3. sæti Austur-deildarinnar.

Crew vann Atlanta United í fyrstu umferð, kláraði Orlando í undanúrslitum Austur-deildarinnar áður en það hafði betur gegn Cincinnati í úrslitum.

Í gær mættust síðan sigurvegarar Austur- og Vesturstrandar Bandaríkjanna.

Cucho Hernandez og Yaw Yeboah skoruðu tvö mörk á fjórum mínútum seint í fyrri hálfleik. Denis Bouanga minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok, en LAFC komst ekki lengra.

Columbus varð því meistari í þriðja sinn í sögunni, en síðast vann það fyrir þremur árum.

Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, var á mála hjá Crew árið 2015 og spilaði þá 21 leik með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner