Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 11. febrúar 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjögur félagaskipti yfirvofandi í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Hassan Jalloh.
Hassan Jalloh.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Árni Elvar.
Árni Elvar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjórir leikmenn eru að ganga í raðir Lengjudeildarliða og var komið inn á öll félagaskiptin í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Fjallað var um fyrstu skiptin hér á Fótbolti.net á föstudag þegar sagt var frá því að Kwame Quee væri á leið í Grindavík.

Næst var komið inn á skipti Hassan Jalloh en hann er sömuleiðis á leið til Grindavíkur. Jalloh lék með HK á síðasta tímabili og var kantmaðurinn í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum eins og má sjá í greininni sem vísað er hér neðst.

Þar á eftir var fjallað um að Árni Elvar Árnason væri á leiðinni í Þór en Leiknismaðurinn hittir þar sinn fyrrum þjálfara Sigurð Höskuldsson sem tók við Þór í haust. Árni er fæddur árið 1996 og hefur miðjumaðurinn leikið allan sinn feril með Leikni.

Loks var fjallað um það að Leiknir væri aftur að fá Arnór Inga Kristinsson frá Val en hann lék á láni hjá Leikni frá Val á síðasta tímabili. Bakvörðurinn verður 23 ára í sumar og er samningsbundinn Val út komandi tímabil.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og formannsefnin fara yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner