Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 11. júlí 2024 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Venni: Eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara yndislegt að vinna, eins og alltaf," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Um var að ræða þriðja sigur Þróttara í röð en þeir virðast vera að finna flottan takt eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mjög jafnt. Það var mikilvægt að skora á undan. Mér fannst þeir nálgast þetta frekar varnarsinnað. Ég held að þeir hafi ætlað að bíða eftir því að fá okkur fram völlinn og sækja aftur fyrir okkur. Við skorum á undan og þá þurfa þeir að breyta til. Við náum svo að refsa með 2-0 og engin sérstök hætta frá þeim. Svo minnka þeir muninn strax 2-1 og það tóku við rafmagnaðar 30 mínútur," sagði Sigurvin.

„Þeir eru eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum. Það gat allt gerst, en við hefðum líka getað klárað leikinn algjörlega með góðu skyndiáhlaupi."

Það voru mikil læti á bekkjunum í lokin, mikil ástríða í þessu.

„Ég er rólyndismaður en menn stökkva upp og eru spenntir. Þetta var nú allt saklaust og allt í góðu eftir leikinn. Ég sá ekki hver fór í hvern, en það voru tvö rauð. Það er fínt að hafa þessar reglur að taka á látunum, en það drepur ekki ástríðuna. Hún er alltaf þarna," sagði Venni.

Hvað er búið að breytast í þessum síðustu leikjum hjá Þrótti?

„Það hefur komið meira hjarta og meiri ástríða í þetta. Ég er ekki að segja að hana hafi vantað, en þetta féll ekki með okkur til að byrja með. Svo hefur þetta fallið betur með okkur núna. Við höfum líka verið að spila vel. Við hikstuðum aðeins í byrjun móts en við erum með mikið sjálfstraust núna á heimavelli. Það er hálfur sigur og við eigum núna tvo útileiki framundan. Við þurfum að hamra járnið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner