Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 11. ágúst 2022 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Myndir: Víkingur gerði jöfnunarmark á lokasekúndunni
Mynd: Adam Ciereszko
Mynd: Adam Ciereszko
Lech Poznan og Víkingur R. eru á leið í framlengingu í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Ótrúlegum 90 mínútum var að ljúka rétt í þessu þar sem Lech Poznan var með forystu stærstan hluta leiksins.

Pólverjarnir voru 2-0 yfir og fengu ógrynni dauðafæra í seinni hálfleik og hreinlega ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að gera út um viðureignina.

Lech Poznan átti að fá vítaspyrnu á lokakaflanum þegar Ingvar Jónsson braut einstaklega klaufalega af sér innan vítateigs en dómari leiksins, sem horfði á þetta gerast úr besta mögulega sjónarhorninu, ákvað að dæma ekki. Ótrúleg dómgæsla og heppileg fyrir Víkinga sem voru þó enn 2-0 undir í leiknum og 2-1 samanlagt í viðureigninni.

Það var á lokasekúndunni, þegar vonir Víkinga virtust orðnar að engu, sem varamaðurinn Danijel Dejan Djuric skoraði jöfnunarmark eftir flotta stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni sem hafði sloppið innfyrir vinstri bakvörð Poznan.


Byrjunarlið Lech Poznan:
35. Filip Bednarek (m)
2. Joel Pereira
5. Pedro Rebocho
6. Jesper Karlström
9. Mikhael Isak (f)
16. Antonio Milic
21. Michal Skoras
22. Radoslaw Murawski
23. Kristoffer Welde
24. Joao Amaral
44. Alan Czerwinski

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
17. Ari Sigurpálsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
34. Pablo Punyed
Athugasemdir
banner
banner