Átjánda umferð Bestu deildar karla hefst í dag klukkan 14:00 þegar Víkingar taka á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar hér í Víkinni.
Stund milli stríða fyrir heimamenn sem eru í miðju Evrópueinvígi gegn Flora Tallinn en mega þó ekki slaka á hér heima fyrir þar sem þeir sitja á toppi deildarinnar og geta með sigri haldið sig í smá fjarlægð frá liðunum í kring.
Vestri geta lyft sér upp úr fallsæti með stigi hér í dag og vonast væntanlega til þess að hugur heimamanna sé við önnur verkefni og ætla sér að notfæra sér það til að lyfta sér ofar í töfluna.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Vestri
Víkingar gera fimm breytingar á sínu líði frá leiknum gegn Flora Tallinn en inn koma Pálmi Rafn Arinbjörnsson, Sveinn Gísli Þorkelsson, Erlingur Agnarsson, Helgi Guðjónsson og Tarik Ibrahimagic.
Vestri gerir þá engar breytingar á sínu liði frá síðasta leik.
Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Gunnar Jónas Hauksson
21. Sergine Fall
23. Silas Songani
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |