Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   sun 11. ágúst 2024 19:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Engar viðræður í gangi milli Liverpool og Van Dijk - „Þurfum að styrkja okkur"
Mynd: Getty Images

Samningur Virgil van Dijk hjá Liverpool rennnur út næsta sumar en hann hefur staðfest að engar samningaviðræður séu í gangi.


Að öllu óbreyttu getur hann rætt við félög utan Englands í janúar.

Hann segir að félagið þurfi að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil en Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad, hefur verið orðaður við félagið ásamt Anthony Gordon leikmanni Newcastle.

„Ég er jákvæður og bjartsýnn. Auðvitað finnst mér að við þurfum að styrkja okkur miðað við hversu langt tímabilið er en ég held að þeir séu að vinna á bakvið tjöldin og ég treysti félaginu að þeir geri það rétta fyrir okkur og safni saman besta hópnum til að berjast í öllum keppnum," sagði Van Dijk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner