„Ánægður með fyrri hálfleikinn, ánægður með síðustu 20 í seinni hálfleik. Síðan lágu aðeins KA menn á okkur þarna fyrstu 20.mínúturnar í seinni hálfleik, en fengu engin færi eða neitt þannig, reyndar skora þeir markið sitt sem mér finnst bara frekar dapurt af okkur að gefa þeim." sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 1-1 jafnteflið við KA Í Árbænum í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 KA
„Það er mjög pirrandi og það er bara gömul saga á ný en það kemur, við verðum að vera jákvæðir og reyna það. Fáum hérna stig gegn öflugu KA liði sem er búið að gera feykilega vel í síðustu leikjum og við ætlum bara að taka það og síðan höldum við bara áfram."
Framundan hjá Fylki er risa fallbaráttuslagur þegar Fylkir fer upp í Kór og mætir HK. Hvernig horfir Rúnar Páll á framhaldið?
„Mér lýst bara vel á framhaldið, það er bara do or die móti HK á sunnudaginn og það er ekkert flóknara en það, við verðum að vinna þann leik."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinui hér að ofan þar sem Rúnar ræðir meðal annars um félagskiptagluggann og möguleikan á því hvort það komi leikmaður til félagsins fyrir gluggalok.
Athugasemdir