Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Arda Turan í skilorðsbundið fangelsi
Arda Turan.
Arda Turan.
Mynd: Getty Images
Tyrkneski miðjumaðurinn Arda Turan hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í tvö ár og átta mánuði í heimalandi sínu.

Turan mun ekki þurfa að sitja inni ef hann kemst ekki í kast við lögin næstu fimm árin.

Hinn 32 árs gamli Turan er dæmdur fyrir atvik í fyrra. Hann lenti þá í slagsmálum við söngvarann Berkay Sahin á skemmtistað í Istanbul.

Turan nefbraut Sahin í slagsmálum og fór síðan á sjúkrahús þar sem hann skaut byssuskotum út í loftið.

Turan, sem spilar í dag með Istanbul Basaksehir, var dæmdur fyrir slagsmálin, ólöglegan vopnaburð og að skjóta byssuskotum á almannafæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner