Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henry hefur áhyggjur af auknu leikjaálagi - „Frábært fyrir okkur"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Thierry Henry, sparkspekingur hjá CBS, hefur miklar áhyggjur af auknu álagi sem sett hefur verið á leikmenn.


FIFA tilkynnti í sumar áætlanir um að halda HM félagsliða í Bandaríkjunum næsta sumar. Það þýðir að það verður ekkert frí í ansi langan tíma fyrir stærstu stjörnur fótboltaheimsins.

„Fyrir okkur hjá CBS er þetta frábært að geta talað um fleiri leiki. En það er 'en' hjá mér því ég ætla skoða þetta frá hlið þjálfarans. Það eru alltof margir leikir. Sem fyrrum leikmaður skil ég ekki hvernig þeir gera þetta. Sem spekingur þá elska ég þetta en sem fyrrum leikmaður og þjálfari þá eru þetta alltof margir leikir," sagði Henry.

Henry tók Jude Bellingham sem dæmi en hann spilaði 49 leiki fyrir Real Madrid og enska landsliðið en enska landsliðið fór alla leið í úrslit á EM í sumar en hann meiddist í lok ágúst.

„Bellingham er þegar orðinn meiddur. Það er erfitt að spila heilt tímabil og fara svo á EM og koma til baka, leikir hægri vinstri og svo er HM Félagsliða eftir tímabilið," sagði Henry.

„Eins mikið og ég vil sjá AC Milan á móti Liverpool og ég vil sjá Man City á móti Inter þá vil ég sjá bestu leikmennina á vellinum að ná sínu besta fram eins oft og mögulegt er, það er hluti af vörunni."


Athugasemdir
banner
banner