Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 11. október 2020 22:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hamren sló á létta strengi: Ekki merkilegt að vera í efsta sæti heimslistans
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamren sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir tapið gegn Danmörku í kvöld.

Annað sem Hamren sagði:
Hamren ósáttur með fyrstu tvö mörkin - „Ekki hægt að sjá boltann inni"
Fimm lykilmenn ekki með gegn Belgíu

Hætulegt fyrir leikmennina
Þegar líða tók á fundinn spurðu danskir fjölmiðlamenn Hamren út í leik liðanna í komandi mánuði. Hamren var spurður hvort sá leikur yrði ekki svipaður þessum þar sem liðið myndi mæta Danmörku á útivelli eftir gífurlega mikilvægan leik gegn Ungverjum. Er erfitt að vera í Þjóðadeildinni á sama tíma og liðið er að reyna komast á EM?

Hamren játti því og sagði: „Auðvitað, það er erfitt fyrir öll lið að spila á þessum tímum. Ég held þetta sé hættulegt fyrir leikmennina. Við krefjumst mikið af leikmönnum þar sem þeir þurfa að spila marga leiki bæði fyrir félagslið og landslið. Þrír dagar þar sem liðið er saman og svo eru þrír leikir á sex dögum. Fyrir okkur þá getum við ekki gert eins og hin liðin sem spila æfingaleiki og geta hvílt leikmenn þar."

„Þetta verður eins í nóvember. Ef við vinnum fyrsta leikinn, gegn Ungverjum, verðum við komnir á EM. Það sést eins og í dag eftir að staðan var 0-2 höfðum við ekki orkuna sem þurfti til að koma til baka."


Ekki merkilegt að vera í efsta sæti heimslistans
Lokaspurningin var út í leikinn á miðvikudag gegn Belgíu.

„Möguleiki var á því að nokkrir gætu spilað alla þrjá leikina en þeir voru aldrei að fara verða margir. Við getum ekki krafist þess að allir geti spilað þrjá leiki á sex dögum. Rúmeníu leikurinn tók mikið á bæði andlega og líkamlega. Sumir munu ekki spila, nokkur óvænt meiðsli og við munum sjáum til hverjir verða klárir."

„Við sjáum hverjir eru klárir að byrja leikinn á miðvikudaignn en hann er ekki stórleikur. Þeir eru bara í efsta sæti á heimslistanum, það er ekki merkilegt. Þetta var grín,"
sagði Erik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner