Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 11. október 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Margsannað í íslenskri fótboltasögu
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag af því tilefni að íslenska liðið mætir því portúgalska í undankeppni EM á morgun.

U21 árs landsliðið kom saman í síðustu viku og tók góða æfingaviku. Í gærmorgun var svo lokahópurinn fyrir leikinn á morgun tilkynntur.

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að eiga góða og skemmtilega viku. Ég hlakka til að mæta góðu liði og sjá okkur spila. Við erum ferskir, með gott lið og Víkin er staðurinn til að vera á morgun."

Var gott að fá þessa viku til að sjá fleiri andlit? „Já, mjög gott. Í U21 er ekki mikið um æfingar, það eru yfirleitt bara lokahópar. Það var mjög gott að fá menn inn og skoða þá aðeins nánar."

Portúgalska liðið er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 12-0, annar sigurinn var 11-0 sigur gegn Liechtenstein. Er þetta vinnalegur leikur á morgun? „Já, þetta er það en auðvitað er þetta mjög gott lið. Við þurfum að spila okkar leik vel. Það er búið að sanna það margoft í íslenskri fótboltasögu að það er hægt að gera ansi góða hluti."

Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði í fyrsta leik undankeppninnar, er ekki orðinn 100% vegna meiðsla og er því ekki í hópnum. Hver verður fyrirliði á morgun?

„Líklega Kolli [Kolbeinn Þórðarson]," sagði Davíð Snorri sem vildi ekki gefa upp hvort Jökull Andrésson yrði í markinu eða ekki. Hann tilkynnir leikmönnum byrjunarliðið í kvöld. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum.

U21 landsleikur Íslands og Portúgals verður klukkan 15:00 á morgun á Víkingsvelli í Fossvogi.
Athugasemdir
banner