Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 11. október 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Margsannað í íslenskri fótboltasögu
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag af því tilefni að íslenska liðið mætir því portúgalska í undankeppni EM á morgun.

U21 árs landsliðið kom saman í síðustu viku og tók góða æfingaviku. Í gærmorgun var svo lokahópurinn fyrir leikinn á morgun tilkynntur.

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að eiga góða og skemmtilega viku. Ég hlakka til að mæta góðu liði og sjá okkur spila. Við erum ferskir, með gott lið og Víkin er staðurinn til að vera á morgun."

Var gott að fá þessa viku til að sjá fleiri andlit? „Já, mjög gott. Í U21 er ekki mikið um æfingar, það eru yfirleitt bara lokahópar. Það var mjög gott að fá menn inn og skoða þá aðeins nánar."

Portúgalska liðið er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 12-0, annar sigurinn var 11-0 sigur gegn Liechtenstein. Er þetta vinnalegur leikur á morgun? „Já, þetta er það en auðvitað er þetta mjög gott lið. Við þurfum að spila okkar leik vel. Það er búið að sanna það margoft í íslenskri fótboltasögu að það er hægt að gera ansi góða hluti."

Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði í fyrsta leik undankeppninnar, er ekki orðinn 100% vegna meiðsla og er því ekki í hópnum. Hver verður fyrirliði á morgun?

„Líklega Kolli [Kolbeinn Þórðarson]," sagði Davíð Snorri sem vildi ekki gefa upp hvort Jökull Andrésson yrði í markinu eða ekki. Hann tilkynnir leikmönnum byrjunarliðið í kvöld. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum.

U21 landsleikur Íslands og Portúgals verður klukkan 15:00 á morgun á Víkingsvelli í Fossvogi.
Athugasemdir