Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   mán 11. október 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Margsannað í íslenskri fótboltasögu
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag af því tilefni að íslenska liðið mætir því portúgalska í undankeppni EM á morgun.

U21 árs landsliðið kom saman í síðustu viku og tók góða æfingaviku. Í gærmorgun var svo lokahópurinn fyrir leikinn á morgun tilkynntur.

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að eiga góða og skemmtilega viku. Ég hlakka til að mæta góðu liði og sjá okkur spila. Við erum ferskir, með gott lið og Víkin er staðurinn til að vera á morgun."

Var gott að fá þessa viku til að sjá fleiri andlit? „Já, mjög gott. Í U21 er ekki mikið um æfingar, það eru yfirleitt bara lokahópar. Það var mjög gott að fá menn inn og skoða þá aðeins nánar."

Portúgalska liðið er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 12-0, annar sigurinn var 11-0 sigur gegn Liechtenstein. Er þetta vinnalegur leikur á morgun? „Já, þetta er það en auðvitað er þetta mjög gott lið. Við þurfum að spila okkar leik vel. Það er búið að sanna það margoft í íslenskri fótboltasögu að það er hægt að gera ansi góða hluti."

Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði í fyrsta leik undankeppninnar, er ekki orðinn 100% vegna meiðsla og er því ekki í hópnum. Hver verður fyrirliði á morgun?

„Líklega Kolli [Kolbeinn Þórðarson]," sagði Davíð Snorri sem vildi ekki gefa upp hvort Jökull Andrésson yrði í markinu eða ekki. Hann tilkynnir leikmönnum byrjunarliðið í kvöld. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum.

U21 landsleikur Íslands og Portúgals verður klukkan 15:00 á morgun á Víkingsvelli í Fossvogi.
Athugasemdir
banner
banner