Íslenska karlalandsliðið er komið með fjögur stig í B-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
„Hefðum getað sett fleiri fannst mér í seinni. Frábært bara hvernig við komum út í seinni og náum að skapa svona mörg færi og sýndum mikinn karakter." Sagði Arnór Ingvi Traustason miðjumaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.
Þetta var sannkallaður leikur tveggja hálfleika en Íslenska liðið var mun betra í þeim síðari.
„Við erum bara með miklu meiri ákefð í öllu hjá okkur. Við þorðum að fara upp og náðum að klukka þá mjög vel. Ég held að það hafi verið það mesta og út frá því sköpuðum við fullt af færum."
Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá Íslenska liðinu en hvað sagði landsliðsþjálfarinn í hálfleik?
„Það voru vel valin orð en menn föttuðu það alveg sjálfir að við yrðum að sýna miklu meira ef við ætluðum að fá eitthvað út úr þessum leik. Ég held það hafi verið meira bara hjá okkur sjálfum."
Nánar er rætt við Arnór Ingva Traustason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |