Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Fer bak við lás og slá fyrir að kýla dómarann
Faruk Koca fær að dúsa í fangaklefa.
Faruk Koca fær að dúsa í fangaklefa.
Mynd: EPA
Meler fékk ansi þungt högg.
Meler fékk ansi þungt högg.
Mynd: Getty Images
Faruk Koca, fyrrum foresti tyrkneska fótboltafélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið dæmdur í fangelsisvist í þrjú og hálft ár fyrir að ráðast á dómarann Halil Umut Meler á síðasta tímabili.

Koca kýldi Meler svo hann steinlá á eftir og allt sauð upp úr á vellinum. Koca missti algjörlega stjórn á sér eftir að Rizespor hafði jafnað gegn hans liði í lok leiksins.

Koca fékk fangelsisdóm fyrir að meiða opinberan dómara af ásetningi. Hann var einnig dæmdur fyrir hótanir og að brjóta reglur varðandi ofbeldi í íþróttum en fékk skilorðsbundna dóma í þeim tilfellum.

Hann hafði áður verið dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af fótbolta.

„Nei, ég fyrirgef ekki Koca og mun aldrei gera. Ég var kýldur niður í jörðina og þá var sparkað í mig. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun ekki á nokkurn hátt fyrirgefa þetta,“ sagði Meler dómari við fjölmiðla eftir árásina.

Meler er einn besti dómari Tyrklands og dæmir reglulega í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner