Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 12. janúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Fjárhagsstaða Barcelona slæm - Félagið safnar skuldum
Staðan er svört á Nývangi.
Staðan er svört á Nývangi.
Mynd: NordicPhotos
Fjárhagsstaða Barcelona er mikið áhyggjuefni en í fréttablaðinu La Vanguardia er sagt að félagið þurfi að greiða 420 milljóna evra skuldir á þessu ári eða eiga á hættu að verða gjaldþrota.

Sagt er að fjárhagsvandræði Börsunga séu komin algjörlega upp úr öllu valdi og skuldirnir nemi alls um 900 milljónum evra.

Leikmenn hafa tekið á sig launalækkanir en það er bara tímabundin lausn og félagið þarf að borga leikmönnum til baka á næstu árum.

Ofan á allt annað gerði félagið ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa tímabils að hægt væri að hafa áhorfendur í 25% af sætum Nývangs frá og með desember og að hægt væri að hafa fullan völl frá febrúar. Þessar áætlanir voru algjörlega óraunhæfar.

Félagið heldur því áfram að safna skuldum og staðan fer versnandi.
Athugasemdir
banner
banner