Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 12. janúar 2022 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea einnig mætt heim í Þór/KA (Staðfest) - Hulda Ósk framlengir
Kvenaboltinn
Andrea Mist
Andrea Mist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Ósk.
Hulda Ósk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA tilkynnti í dag um tvo nýja leikmenn og einn framlengdan samning. Rétt áðan var greint frá því að Sandra María Jessen væri mætt heim í Þór/KA.

Það eru ekki einu risatíðindin því Andrea Mist Pálsdóttir er einnig mætt heim eftir að hafa spilað með FH tímabilið 2020 og með Växjö í Svíþjóð á liðinni leiktíð.

„Það þarf varla að nefna hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er fyrir okkar unga hóp. Það er ekki síður ánægjulegt að halda Huldu Ósk hjá félaginu enda er hún feykilega mikilvægur leikmaður. Ég vona að þetta sýni Akureyringum öllum að okkur hjá Þór/KA er fullkomlega alvara með að koma liðinu aftur í röð fremstu liða landsins," sagði Jón Stefán Jónsson, annar af þjálfurum Þór/KA.

„Það eru gríðarlega stór tíðindi fyrir klúbbinn að fá þessa leikmenn, Söndru Maríu og Andreu Mist, heim og að Hulda Ósk hafi framlengt veru sína hjá okkur. Þær munu hafa mikil áhrif og breyta miklu fyrir hópinn. Það er frábært að bæta reynslu þeirra við inn í hóp þeirra efnilegu ungu leikmanna sem við höfum. Þetta er fyrsta skrefið til baka í rétta átt fyrir okkur sem félag og við erum mjög spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Perry McLachlan, hinn þjálfari Þór/KA.

Þá hefur Hulda Ósk Jónsdóttir framlengt samning sinn við liðið en hún hefur spilað stórt hlutverk fyrir liðið undanfarin ár.

Komnar:
Andrea Mist Pálsdóttir frá Svíþjóð
Brooke Lampe frá Bandaríkjunum
Sandra María Jessen frá Leverkusen
Unnur Stefánsdóttir frá Grindavík

Farnar:
Arna Sif Ásgrímsdóttir í Val
Colleen Kennedy til FH
Karen María Sigurgeirsdóttir í Breiðablik
María Catharina Gros til Skotlands (fór í júlí)
Miranda Smith til Frakklands
Shaina Faiena Ashouri í FH
Athugasemdir