Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 12. maí 2022 23:14
Jón Már Ferro
Brynjar Björn: Hann er reyndur, getur stýrt og talað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Við komum öflugir inn í leikinn. Náðum 2-0 mjög snemma, tiltölulega verðskuldað bara, vorum með ágætis stjórn á leiknum fannst mér. Það var ekkert mikið í honum eftir að við skorum 2-0. Hvorugt liðið var að skapa mikið af færum," sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 1-3 sigur á KV á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Heilt yfir var þetta bara nokkuð öflugt, með boltann hefðum við klárlega getað gert betur en varnarlega stóðum við mjög vel af okkur, vorum skipulagðir og bara þolinmóðir þegar við vorum ekki með boltann. Eftir 2-0 þá er kannski krafan ekkert að halda boltanum en við hefðum getað nýtt nokkra möguleika betur," sagði Brynjar Björn.

Hann er bara meiddur, fékk högg fyrir síðasta leik, fékk síðan högg á ökkla og eitthvað meira í síðasta leik og var lítið búinn að æfa í vikunni. Byrjaði upphitun en var bara ekki alveg 100%. Þá erum við með menn klára sem eru 100% og geta spilað á fullu allan leikinn," sagði Brynjar um ástæðu þess að Valgeir Valgeirsson var ekki í liðinu. 

HK fékk á dögunum nýjan leikmann frá Brasilíu, Bruno Gabriel Soares. Brynjari líst vel á þá viðbót. 

"Hann er reyndur, getur stýrt og talað og er með virðingu inni í hópnum alveg um leið. Við vorum með tvo mjög unga hafsenta, sem eru báðir mjög öflugir og góðir. Mér fannst sú blanda ekki alveg það sem við þurftum í deildinni á þessu ári. Þannig við ákváðum að fá Bruno og hann skilaði sínu mjög vel í dag og er búinn að vera mjög lofandi síðustu daga,"  sagði Brynjar Björn að lokum.


Athugasemdir
banner