Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 12. maí 2022 23:14
Jón Már Ferro
Brynjar Björn: Hann er reyndur, getur stýrt og talað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Við komum öflugir inn í leikinn. Náðum 2-0 mjög snemma, tiltölulega verðskuldað bara, vorum með ágætis stjórn á leiknum fannst mér. Það var ekkert mikið í honum eftir að við skorum 2-0. Hvorugt liðið var að skapa mikið af færum," sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 1-3 sigur á KV á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Heilt yfir var þetta bara nokkuð öflugt, með boltann hefðum við klárlega getað gert betur en varnarlega stóðum við mjög vel af okkur, vorum skipulagðir og bara þolinmóðir þegar við vorum ekki með boltann. Eftir 2-0 þá er kannski krafan ekkert að halda boltanum en við hefðum getað nýtt nokkra möguleika betur," sagði Brynjar Björn.

Hann er bara meiddur, fékk högg fyrir síðasta leik, fékk síðan högg á ökkla og eitthvað meira í síðasta leik og var lítið búinn að æfa í vikunni. Byrjaði upphitun en var bara ekki alveg 100%. Þá erum við með menn klára sem eru 100% og geta spilað á fullu allan leikinn," sagði Brynjar um ástæðu þess að Valgeir Valgeirsson var ekki í liðinu. 

HK fékk á dögunum nýjan leikmann frá Brasilíu, Bruno Gabriel Soares. Brynjari líst vel á þá viðbót. 

"Hann er reyndur, getur stýrt og talað og er með virðingu inni í hópnum alveg um leið. Við vorum með tvo mjög unga hafsenta, sem eru báðir mjög öflugir og góðir. Mér fannst sú blanda ekki alveg það sem við þurftum í deildinni á þessu ári. Þannig við ákváðum að fá Bruno og hann skilaði sínu mjög vel í dag og er búinn að vera mjög lofandi síðustu daga,"  sagði Brynjar Björn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner