Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 12. maí 2022 23:14
Jón Már Ferro
Brynjar Björn: Hann er reyndur, getur stýrt og talað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Við komum öflugir inn í leikinn. Náðum 2-0 mjög snemma, tiltölulega verðskuldað bara, vorum með ágætis stjórn á leiknum fannst mér. Það var ekkert mikið í honum eftir að við skorum 2-0. Hvorugt liðið var að skapa mikið af færum," sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 1-3 sigur á KV á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Heilt yfir var þetta bara nokkuð öflugt, með boltann hefðum við klárlega getað gert betur en varnarlega stóðum við mjög vel af okkur, vorum skipulagðir og bara þolinmóðir þegar við vorum ekki með boltann. Eftir 2-0 þá er kannski krafan ekkert að halda boltanum en við hefðum getað nýtt nokkra möguleika betur," sagði Brynjar Björn.

Hann er bara meiddur, fékk högg fyrir síðasta leik, fékk síðan högg á ökkla og eitthvað meira í síðasta leik og var lítið búinn að æfa í vikunni. Byrjaði upphitun en var bara ekki alveg 100%. Þá erum við með menn klára sem eru 100% og geta spilað á fullu allan leikinn," sagði Brynjar um ástæðu þess að Valgeir Valgeirsson var ekki í liðinu. 

HK fékk á dögunum nýjan leikmann frá Brasilíu, Bruno Gabriel Soares. Brynjari líst vel á þá viðbót. 

"Hann er reyndur, getur stýrt og talað og er með virðingu inni í hópnum alveg um leið. Við vorum með tvo mjög unga hafsenta, sem eru báðir mjög öflugir og góðir. Mér fannst sú blanda ekki alveg það sem við þurftum í deildinni á þessu ári. Þannig við ákváðum að fá Bruno og hann skilaði sínu mjög vel í dag og er búinn að vera mjög lofandi síðustu daga,"  sagði Brynjar Björn að lokum.


Athugasemdir