Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fim 12. maí 2022 23:14
Jón Már Ferro
Brynjar Björn: Hann er reyndur, getur stýrt og talað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Við komum öflugir inn í leikinn. Náðum 2-0 mjög snemma, tiltölulega verðskuldað bara, vorum með ágætis stjórn á leiknum fannst mér. Það var ekkert mikið í honum eftir að við skorum 2-0. Hvorugt liðið var að skapa mikið af færum," sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 1-3 sigur á KV á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Heilt yfir var þetta bara nokkuð öflugt, með boltann hefðum við klárlega getað gert betur en varnarlega stóðum við mjög vel af okkur, vorum skipulagðir og bara þolinmóðir þegar við vorum ekki með boltann. Eftir 2-0 þá er kannski krafan ekkert að halda boltanum en við hefðum getað nýtt nokkra möguleika betur," sagði Brynjar Björn.

Hann er bara meiddur, fékk högg fyrir síðasta leik, fékk síðan högg á ökkla og eitthvað meira í síðasta leik og var lítið búinn að æfa í vikunni. Byrjaði upphitun en var bara ekki alveg 100%. Þá erum við með menn klára sem eru 100% og geta spilað á fullu allan leikinn," sagði Brynjar um ástæðu þess að Valgeir Valgeirsson var ekki í liðinu. 

HK fékk á dögunum nýjan leikmann frá Brasilíu, Bruno Gabriel Soares. Brynjari líst vel á þá viðbót. 

"Hann er reyndur, getur stýrt og talað og er með virðingu inni í hópnum alveg um leið. Við vorum með tvo mjög unga hafsenta, sem eru báðir mjög öflugir og góðir. Mér fannst sú blanda ekki alveg það sem við þurftum í deildinni á þessu ári. Þannig við ákváðum að fá Bruno og hann skilaði sínu mjög vel í dag og er búinn að vera mjög lofandi síðustu daga,"  sagði Brynjar Björn að lokum.


Athugasemdir