Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 12. maí 2022 23:14
Jón Már Ferro
Brynjar Björn: Hann er reyndur, getur stýrt og talað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Við komum öflugir inn í leikinn. Náðum 2-0 mjög snemma, tiltölulega verðskuldað bara, vorum með ágætis stjórn á leiknum fannst mér. Það var ekkert mikið í honum eftir að við skorum 2-0. Hvorugt liðið var að skapa mikið af færum," sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 1-3 sigur á KV á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Heilt yfir var þetta bara nokkuð öflugt, með boltann hefðum við klárlega getað gert betur en varnarlega stóðum við mjög vel af okkur, vorum skipulagðir og bara þolinmóðir þegar við vorum ekki með boltann. Eftir 2-0 þá er kannski krafan ekkert að halda boltanum en við hefðum getað nýtt nokkra möguleika betur," sagði Brynjar Björn.

Hann er bara meiddur, fékk högg fyrir síðasta leik, fékk síðan högg á ökkla og eitthvað meira í síðasta leik og var lítið búinn að æfa í vikunni. Byrjaði upphitun en var bara ekki alveg 100%. Þá erum við með menn klára sem eru 100% og geta spilað á fullu allan leikinn," sagði Brynjar um ástæðu þess að Valgeir Valgeirsson var ekki í liðinu. 

HK fékk á dögunum nýjan leikmann frá Brasilíu, Bruno Gabriel Soares. Brynjari líst vel á þá viðbót. 

"Hann er reyndur, getur stýrt og talað og er með virðingu inni í hópnum alveg um leið. Við vorum með tvo mjög unga hafsenta, sem eru báðir mjög öflugir og góðir. Mér fannst sú blanda ekki alveg það sem við þurftum í deildinni á þessu ári. Þannig við ákváðum að fá Bruno og hann skilaði sínu mjög vel í dag og er búinn að vera mjög lofandi síðustu daga,"  sagði Brynjar Björn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner