
"Ég er svekktur. Mér fannst við eiga að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Mér fannst við mjög góðir og gameplanið gekk upp," sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 1-0 tap gegn Aftureldingu í dag.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Þróttur R.
Ian Jeffs var þeirrar skoðunar að Rasmus Christiansen hefði átt að fá rautt spjald í fyrri hálfleik. "Já ég er búinn að horfa á þetta aftur og maðurinn er sloppinn í gegn. Hann er ekki er ekki staðsettur þannig varnarmaðurinn að hann geti náð honum og mér finnst þetta bara vera pjúra rautt spjald."
"Þetta er annar leikurinn í röð þar sem stór atvik falla gegn okkur. Þetta var risa móment í leiknum."
Sjálfur fékk hann rautt spjald á bekknum undir lok leiksins. "Mér fannst þeir taka vitlausar ákvarðanir allan leikinn. Ég reyni samt að vera ekki þannig þjálfari að ég kenni dómurum um og ég ætla ekki að byrja á því núna."
Nánar er rætt við Ian Jeffs í spilaranum hér að ofan.