Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fös 12. ágúst 2022 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Barcelona æfingabúðir í Kópavogi: Forréttindi að koma til Íslands
Aldric Miró Orteu.
Aldric Miró Orteu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er í sjötta skiptið sem við erum með Barcelona æfingabúðirnar á Íslandi og við erum svo ánægðir með að vera hérna," Aldric Miró Orteu yfirþjálfari akademíu FC Barcelona við Fótbolta.net í vikunni.


Barcelona hefur verið með æfingabúðir fyrir krakka í 4. - 6. flokki hér á landi alla vikuna en æft er á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.

„Megin ástæða þess að við erum með þessar æfingabúðir er að kynna hugmyndafræði Barcelona. Við erum að útskýra og sýna hvernig Barca spilar," bætti hann við en getum við þá litið á æfingabúðirnar sem litla útgáfu af La Masia, þar sem helstu stjörnur Barcelona verða til frá unga aldri?

„Við getum sagt að leikmennirnir hér séu að taka sömu æfingar og leikmenn eins og Gerard Pique, Sergi Roberto, Messi og Iniesta gerðu í gamla daga," sagði Aldric.

„Þannig eru þau að fara í gegnum það sama og var gert í La Masia," hélt hann áfram en sér hann framtíðar Messi á æfingum í Kópavoginum?

„Vá, það er of snemmt að segja til um það. En ég sé marga krakka hérna leggja mikið á sig og bæta sig mikið hérna. Svo sjáum við bros á andlitum þeirra svo þau skemmta sér og eru að læra líka."

Eins og áður sagði er þetta í sjötta sinn sem æfingabúðirnar eru á Íslandi Aldric er kominn hingað til lands í þriðja skiptið.

„Ísland er einstakt land, þið eruð svo almennilegt fólk og mér finnst svo vel tekið á móti mér þegar ég kem hingað. Mér finnst það vera forrréttindi að koma enn einu sinni hingað til Íslands."

Æfingabúðir Barcelona eru þær stærstu í heiminum en rétt tæplega 500 krakkar frá Íslandi voru að æfa í Kópavoginum þessa vikuna.

„Þið eruð bara 360 þúsund en samt eru næstum 500 krakkar hérna í sömu vikunni. Fyrir þremur árum náðum við toppi þegar 530 krakkar voru hérna að læra hugmyndafræði Barca. Þetta er æðislegt."

Nánar er rætt við Aldric í spilaranum að ofan. Hann segist hafa byrjað að vinna fyrir Barcelona fyrir átta árum síðan þegar hann var valinn úr hópi rúmlega 100 þjálfara. Hann þjálfar yfir veturinn U12 ára lið félagsins.


Athugasemdir
banner
banner