Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 12. ágúst 2022 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Barcelona æfingabúðir í Kópavogi: Forréttindi að koma til Íslands
Aldric Miró Orteu.
Aldric Miró Orteu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er í sjötta skiptið sem við erum með Barcelona æfingabúðirnar á Íslandi og við erum svo ánægðir með að vera hérna," Aldric Miró Orteu yfirþjálfari akademíu FC Barcelona við Fótbolta.net í vikunni.


Barcelona hefur verið með æfingabúðir fyrir krakka í 4. - 6. flokki hér á landi alla vikuna en æft er á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.

„Megin ástæða þess að við erum með þessar æfingabúðir er að kynna hugmyndafræði Barcelona. Við erum að útskýra og sýna hvernig Barca spilar," bætti hann við en getum við þá litið á æfingabúðirnar sem litla útgáfu af La Masia, þar sem helstu stjörnur Barcelona verða til frá unga aldri?

„Við getum sagt að leikmennirnir hér séu að taka sömu æfingar og leikmenn eins og Gerard Pique, Sergi Roberto, Messi og Iniesta gerðu í gamla daga," sagði Aldric.

„Þannig eru þau að fara í gegnum það sama og var gert í La Masia," hélt hann áfram en sér hann framtíðar Messi á æfingum í Kópavoginum?

„Vá, það er of snemmt að segja til um það. En ég sé marga krakka hérna leggja mikið á sig og bæta sig mikið hérna. Svo sjáum við bros á andlitum þeirra svo þau skemmta sér og eru að læra líka."

Eins og áður sagði er þetta í sjötta sinn sem æfingabúðirnar eru á Íslandi Aldric er kominn hingað til lands í þriðja skiptið.

„Ísland er einstakt land, þið eruð svo almennilegt fólk og mér finnst svo vel tekið á móti mér þegar ég kem hingað. Mér finnst það vera forrréttindi að koma enn einu sinni hingað til Íslands."

Æfingabúðir Barcelona eru þær stærstu í heiminum en rétt tæplega 500 krakkar frá Íslandi voru að æfa í Kópavoginum þessa vikuna.

„Þið eruð bara 360 þúsund en samt eru næstum 500 krakkar hérna í sömu vikunni. Fyrir þremur árum náðum við toppi þegar 530 krakkar voru hérna að læra hugmyndafræði Barca. Þetta er æðislegt."

Nánar er rætt við Aldric í spilaranum að ofan. Hann segist hafa byrjað að vinna fyrir Barcelona fyrir átta árum síðan þegar hann var valinn úr hópi rúmlega 100 þjálfara. Hann þjálfar yfir veturinn U12 ára lið félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner