Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fös 12. ágúst 2022 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Barcelona æfingabúðir í Kópavogi: Forréttindi að koma til Íslands
Aldric Miró Orteu.
Aldric Miró Orteu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er í sjötta skiptið sem við erum með Barcelona æfingabúðirnar á Íslandi og við erum svo ánægðir með að vera hérna," Aldric Miró Orteu yfirþjálfari akademíu FC Barcelona við Fótbolta.net í vikunni.


Barcelona hefur verið með æfingabúðir fyrir krakka í 4. - 6. flokki hér á landi alla vikuna en æft er á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.

„Megin ástæða þess að við erum með þessar æfingabúðir er að kynna hugmyndafræði Barcelona. Við erum að útskýra og sýna hvernig Barca spilar," bætti hann við en getum við þá litið á æfingabúðirnar sem litla útgáfu af La Masia, þar sem helstu stjörnur Barcelona verða til frá unga aldri?

„Við getum sagt að leikmennirnir hér séu að taka sömu æfingar og leikmenn eins og Gerard Pique, Sergi Roberto, Messi og Iniesta gerðu í gamla daga," sagði Aldric.

„Þannig eru þau að fara í gegnum það sama og var gert í La Masia," hélt hann áfram en sér hann framtíðar Messi á æfingum í Kópavoginum?

„Vá, það er of snemmt að segja til um það. En ég sé marga krakka hérna leggja mikið á sig og bæta sig mikið hérna. Svo sjáum við bros á andlitum þeirra svo þau skemmta sér og eru að læra líka."

Eins og áður sagði er þetta í sjötta sinn sem æfingabúðirnar eru á Íslandi Aldric er kominn hingað til lands í þriðja skiptið.

„Ísland er einstakt land, þið eruð svo almennilegt fólk og mér finnst svo vel tekið á móti mér þegar ég kem hingað. Mér finnst það vera forrréttindi að koma enn einu sinni hingað til Íslands."

Æfingabúðir Barcelona eru þær stærstu í heiminum en rétt tæplega 500 krakkar frá Íslandi voru að æfa í Kópavoginum þessa vikuna.

„Þið eruð bara 360 þúsund en samt eru næstum 500 krakkar hérna í sömu vikunni. Fyrir þremur árum náðum við toppi þegar 530 krakkar voru hérna að læra hugmyndafræði Barca. Þetta er æðislegt."

Nánar er rætt við Aldric í spilaranum að ofan. Hann segist hafa byrjað að vinna fyrir Barcelona fyrir átta árum síðan þegar hann var valinn úr hópi rúmlega 100 þjálfara. Hann þjálfar yfir veturinn U12 ára lið félagsins.


Athugasemdir
banner