„Mér fannst við byrja fyrstu 20 mínúturnar ágætlega en svo er eins og við bara duttum hrikalega niður. Við hættum að vinna seinni boltann og unnum ekki grunnvinnuna. Við komum ágætlega út í seinni. Þetta var slakur leikur hjá okkur heilt yfir.“ sagði Logi Hrafn Róbertsson, leikmaður FH eftir 1-0 tap gegn KR í Vesturbænum.
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 FH
Leikir FH hafa verið mjög kaflaskiptir í sumar, afhverju er það?
„Ég veit ekki alveg svarið við því. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að laga og vinna í á æfingasvæðinu.“
KR skoraði mark rétt fyrir hálfleik. Hversu þungt var það í svona jöfnum og tæpum leik?
„Alveg hræðilegt. Það hefði verið fínt að halda 0-0 bara út í hálfleikinn. Við vorum klaufar þarna og fáum á okkur mark sem var slæmt.“
Félög í Króatíu, Noregi og Svíþjóð hafa sýnt áhuga á Loga.
„Ég er að einbeita mér að FH. Ef hitt gerist þá bara gerist það en ég er einbeittur á FH. Ég hef ekkert heyrt af því að önnur lið hafi haft samband.“ sagði Logi Hrafn.
Viðtalið við Loga í heild sinni má sjá hér að ofan.