Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. september 2020 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal búið að samþykkja tilboð Aston Villa í Martinez
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Arsenal sé búið að samþykkja tilboð frá Aston Villa í argentínska markvörðinn Emiliano Martinez.

Martinez er 28 ára og hefur verið hjá Arsenal í átta ár án þess þó að fá mörg tækifæri með aðalliðinu þar til á síðustu leiktíð, þegar hann spilaði 23 leiki í heildina.

Hann þótti standa sig gífurlega vel á milli stanganna í fjarveru Bernd Leno og vildi Arsenal helst ekki selja hann.

Nú hefur Arsenal þó fengið tilboð sem var of gott til að hafna. Aston Villa borgar 16 milljónir punda fyrir Martinez en sú upphæð mun hækka með árangurstengdum bónusgreiðslum. Talið er að lokaupphæðin muni nema um 20 milljónum punda.

Martinez spilaði 38 leiki á átta árum hjá Arsenal en hann spilaði 102 leiki úti að láni hjá félögum á borð við Sheffield Wednesday, Wolves, Reading og Getafe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner