Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 12. september 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar um tímabilið: Við vildum meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deild kvenna í dag. Andri Hjörvar Albertsson fór yfir tímabilið í heild eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Keflavík

„Við vildum meira. Fyrir upphaf tímabilsins þá stefndum við hærra og við förum ekkert leynt með það að Þór/KA er þannig félag að við stefnum hátt og sagan er þannig félag að það á að vera í efri pakkanum, eins og margir hafa komið inná þá er þessi deild ekki eins sterk og hún hefur verið þannig það var kjörið tækifæri til að gera góða hluti," sagði Andri.

„Það eru leikir sem við vildum fleiri stig en fáum eitt að sama skapi eru leikir sem við náum í eitt sterkt stig á móti góðum liðum þannig að þetta er 50/50 tímabil og kannski er enda niðurstaðan sanngjörn en við hefðum rosa mikið viljað landa sigri í dag og ná 5. sætinu."

Andri var mjög ánægður með liðsheildina á tímabilinu, allur hópurinn lagði sig fram.

„Þegar ég á eftir að horfa á tímabilið í heild sinni þá verður maður stoltur af liðsheildinni, ekki bara þær ellefu sem byrjuðu leikina heldur hversu þéttar stelpurnar voru og gerðu þetta allt í takt á æfingum og í leikjum. Virkilega skemmtilegur hópur að vinna með. Margar að þroskast og stíga stór skref og aðrar reynslumeiri að halda vel utan um þær yngri, allt til fyrirmyndar."
Athugasemdir
banner