Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 12. september 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar um tímabilið: Við vildum meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deild kvenna í dag. Andri Hjörvar Albertsson fór yfir tímabilið í heild eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Keflavík

„Við vildum meira. Fyrir upphaf tímabilsins þá stefndum við hærra og við förum ekkert leynt með það að Þór/KA er þannig félag að við stefnum hátt og sagan er þannig félag að það á að vera í efri pakkanum, eins og margir hafa komið inná þá er þessi deild ekki eins sterk og hún hefur verið þannig það var kjörið tækifæri til að gera góða hluti," sagði Andri.

„Það eru leikir sem við vildum fleiri stig en fáum eitt að sama skapi eru leikir sem við náum í eitt sterkt stig á móti góðum liðum þannig að þetta er 50/50 tímabil og kannski er enda niðurstaðan sanngjörn en við hefðum rosa mikið viljað landa sigri í dag og ná 5. sætinu."

Andri var mjög ánægður með liðsheildina á tímabilinu, allur hópurinn lagði sig fram.

„Þegar ég á eftir að horfa á tímabilið í heild sinni þá verður maður stoltur af liðsheildinni, ekki bara þær ellefu sem byrjuðu leikina heldur hversu þéttar stelpurnar voru og gerðu þetta allt í takt á æfingum og í leikjum. Virkilega skemmtilegur hópur að vinna með. Margar að þroskast og stíga stór skref og aðrar reynslumeiri að halda vel utan um þær yngri, allt til fyrirmyndar."
Athugasemdir