Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 12. september 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar um tímabilið: Við vildum meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deild kvenna í dag. Andri Hjörvar Albertsson fór yfir tímabilið í heild eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Keflavík

„Við vildum meira. Fyrir upphaf tímabilsins þá stefndum við hærra og við förum ekkert leynt með það að Þór/KA er þannig félag að við stefnum hátt og sagan er þannig félag að það á að vera í efri pakkanum, eins og margir hafa komið inná þá er þessi deild ekki eins sterk og hún hefur verið þannig það var kjörið tækifæri til að gera góða hluti," sagði Andri.

„Það eru leikir sem við vildum fleiri stig en fáum eitt að sama skapi eru leikir sem við náum í eitt sterkt stig á móti góðum liðum þannig að þetta er 50/50 tímabil og kannski er enda niðurstaðan sanngjörn en við hefðum rosa mikið viljað landa sigri í dag og ná 5. sætinu."

Andri var mjög ánægður með liðsheildina á tímabilinu, allur hópurinn lagði sig fram.

„Þegar ég á eftir að horfa á tímabilið í heild sinni þá verður maður stoltur af liðsheildinni, ekki bara þær ellefu sem byrjuðu leikina heldur hversu þéttar stelpurnar voru og gerðu þetta allt í takt á æfingum og í leikjum. Virkilega skemmtilegur hópur að vinna með. Margar að þroskast og stíga stór skref og aðrar reynslumeiri að halda vel utan um þær yngri, allt til fyrirmyndar."
Athugasemdir
banner
banner