Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 12. september 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar um tímabilið: Við vildum meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deild kvenna í dag. Andri Hjörvar Albertsson fór yfir tímabilið í heild eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Keflavík

„Við vildum meira. Fyrir upphaf tímabilsins þá stefndum við hærra og við förum ekkert leynt með það að Þór/KA er þannig félag að við stefnum hátt og sagan er þannig félag að það á að vera í efri pakkanum, eins og margir hafa komið inná þá er þessi deild ekki eins sterk og hún hefur verið þannig það var kjörið tækifæri til að gera góða hluti," sagði Andri.

„Það eru leikir sem við vildum fleiri stig en fáum eitt að sama skapi eru leikir sem við náum í eitt sterkt stig á móti góðum liðum þannig að þetta er 50/50 tímabil og kannski er enda niðurstaðan sanngjörn en við hefðum rosa mikið viljað landa sigri í dag og ná 5. sætinu."

Andri var mjög ánægður með liðsheildina á tímabilinu, allur hópurinn lagði sig fram.

„Þegar ég á eftir að horfa á tímabilið í heild sinni þá verður maður stoltur af liðsheildinni, ekki bara þær ellefu sem byrjuðu leikina heldur hversu þéttar stelpurnar voru og gerðu þetta allt í takt á æfingum og í leikjum. Virkilega skemmtilegur hópur að vinna með. Margar að þroskast og stíga stór skref og aðrar reynslumeiri að halda vel utan um þær yngri, allt til fyrirmyndar."
Athugasemdir