Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Hvernig er hægt að kenna Heimi um þetta?
Stephen Bradley.
Stephen Bradley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Stephen Bradley stjóri Shamrock Rovers kallar eftir því að stuðningsmenn írska landsliðsins gefi Heimi Hallgrímssyni tíma og standi við bakið á honum.

„Við megum ekki verða þjóð sem gefur ekki landsliðsþjálfurum eða leikmannahópum tíma," segir Bradley. Það var baulað á írska liðið eftir 2-0 tap gegn Grikklandi í vikunni.

Það var annar leikur Írlands undir stjórn Heimis en liðið tapaði gegn Englandi í síðustu viku.

„Þessi maður hefur verið valinn til að sina starfinu og við verðum að sýna honum stuðning. Við megum ekki verða þjóð sem baular eftir annan leik mannsins við stjórnvölinn. Á tímum samfélagsmiðla vill fólk árangur helst í gær."

„Við erum þjóð sem stendur með landsliðum sínum, sama hver íþróttagreinin er. Írska þjóðin hefur alltaf sýnt stuðning. Ég skil samt alveg að fólk verði pirrað, það er hluti af fótboltanum."

Íþróttafréttamaðurinn Paul O'Hehir gagnrýnir írska sambandið og hversu langan tíma það tók að ráða nýjan landsliðsþjálfara. Hann segir að Englandsleikurinn hefði í raun átt að vera fimmti leikur nýs þjálfara en ekki fyrsti.

„Sökin er ekki Heimis Hallgrímssonar, hvernig getur það verið líka eftir bara tvo leiki? Hann vann bara eina viku með liðinu en gerir sér grein fyrir því að sjálfstraustið er við frostmark því það er orðin hefð að tapa leikjum," segir O'Hehir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner