Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 13:14
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi með kórónuveiruna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö og íslenska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Vísi.

Arnór Ingvi er ekki með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM í kvöld.

Ákveðið var að Arnór myndi ekki koma til móts við landsliðið eftir að liðsfélagi hans hjá Malmö greindist með kórónuveiruna eftir að liðið varð sænskur meistari síðastliðinn sunnudag.

„Þetta er ömurlegt (að missa af leiknum) en aftur á móti góðu ákvörðun að fara ekki inn í hópinn. Ég reyndist jákvæður í morgun," sagði Arnór við Vísi.

Arnór Ingvi var á vinstri kantinum í byrjunarliðinu í umspilinu gegn Rúmenum í síðasta mánuði en ljóst er að nýr leikmaður verður í þeirri stöðu í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner