Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. nóvember 2020 21:46
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Aron bestur
Icelandair
Aron var besti maður vallarins í kvöld.
Aron var besti maður vallarins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM í kvöld. Ungverjar skoruðu tvisvar í lokin og tryggðu sér sigur eftir að Ísland hafði komist yfir snemma leiks.

Hér má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.



Hannes Þór Halldórsson 7
Varði mjög vel og gat lítið gert í mörkunum.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Grjótharður í bakverðinum. Hefði getað brotið á Szoboszlai áður en hann skoraði sigurmarkið.

Kári Árnason 7
Var frábær lengst af í leiknum. Var óheppinn að fá boltann í sig eftir hreinsun Harðar í fyrra markinu og þaðan barst boltinn inn fyrir á Nego.

Ragnar Sigurðsson 7
Bjargaði mögulega marki með mikilvægri tæklingu í síðari hálfleiknum.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Átti hreinsun sem fór í Kára og inn fyrir í fyrra markinu.

Jóhann Berg Guðmundsson 7 (´73)
Fiskaði aukaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr og var ógnandi í fyrri hálfleiknum.

Aron Einar Gunnarsson 8 (´83) - Maðiur leiksins
Var sérstaklega öflugur í varnarleiknum í síðari hálfleik og smitaði út frá sér. Fann fyrir meiðslum á nára og varð á endanum að fara af velli. Eftir það fékk Ísland á sig tvö mörk,

Rúnar Már Sigurjónsson 7 (´87)
Átti flottan leik á miðjunni. Klikkaði aðeins á varnarfærslum í fyrri hálfleik en lagaði það í þeim síðari. Var farinn af velli þegar mörkin komu.

Birkir Bjarnason 5
Náði ekki að ógna mikið fram á við á kantinum. Endaði leikinn á miðjunni og var orðinn þreyttur þá.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Skoraði markið og var ógnandi í sóknarleiknum í fyrri hálfleik.

Alfreð Finnbogason 7 (´73)
Átti fína spretti. Var nálægt því að leggja upp mark fyrir Birki Bjarna.

Varamenn

Jón Daði Böðvarsson 6 (´73)
Kom með kröftuga innkomu á hægri kantinn. Fékk færi sem ekki nýttist rétt áður en Ungverjar skoruðu sigurmarkið.

Albert Guðmundsson 6 (´73)
Fékk erfitt verkefni einn frammi í lokin. Var nálægt því að skora þegar nokkrar mínútur voru eftir.

Ari Freyr Skúlason (´83)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Sverrir Ingi Ingason (´87)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner