Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 12. nóvember 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þarf að hlusta á líkamann"
Meiddist með norska landsliðinu í september.
Meiddist með norska landsliðinu í september.
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag var greint frá því að Martin Ödegaard væri farinn aftur til Englands eftir að hafa komið til móts við norska landsliðið.

Ödegaard mun ekki spila með landsliðinu í komandi leikjum en hann er nýfarinn af stað eftir tæplega tveggja mánaða ökklameiðsli.

„Ég hef verið lengi frá og þegar þú ert búinn að vera frá fótboltaæfingum í níu vikur þá er eðlilegt að þú sért ekki 100 prósenst strax. Ég þarf að hlusta á líkamann, klára þessa endurhæfingu og ná fætinum aftur í gott stand," segir norski miðjumaðurinn.

Hann er algjör lykilmaður bæði hjá Arsenal og norska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner