Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skipti Ronaldo í Al-Nassr koma Pjanic ekki á óvart - „Þetta er framtíð fótboltans"
Mynd: Al Nassr
Félagaskipti Cristiano Ronaldo til Sádi-Arabíu koma bosníska miðjumanninum Miralem Pjanic lítið á óvart en hann segir framtíð fótboltans liggja þar.

Ronaldo varð launahæsti fótboltamaður heims er hann skrifaði undir þriggja ára samning við Al-Nassr á dögunum en um er að ræða stærstu félagaskipti í sögu Sádi-Arabíu.

Pjanic var liðsfélagi Ronaldo hjá Juventus en í dag spilar hann fyrir Sharjah í sameinuðu furstaríkjunum.

Hann er ekki hissa á því að Ronaldo sé mættur til Al-Nassr en hann segir deildirnar í Mið-Austurlöndunum í stöðugri þróun.

„Þetta er mjög metnaðarfullt félag. Ég er sannfærður um að Mið-Austurlöndin verði framtíð fótboltans. Þetta eru lönd sem hafa upp á mikið að bjóða og ekki enn búið að ná upp í þak. Fótboltinn mun klárlega þróast þarna og þess vegna kemur ákvörðun Ronaldo ekki á óvart. Fótbolti í Arabíu er ekki eins auðveldur og fólk heldur. Ég held að hann eigi eftir leggja sitt af mörkum við að þróa íþróttina í landinu,“ sagði Pjanic í samtali við Tuttosport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner