Sparkspekingurinn Micah Richards nefnir nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen sem mögulegan kost fyrir Arsenal ef félagið ætlar að bæta sóknarmanni við hóp sinn í janúar.
Stuðningsmenn Arsenal vilja sjá félagið sækja sóknarmann í glugganum, sérstaklega eftir að Gabriel Jesus meiddist í gær.
Stuðningsmenn Arsenal vilja sjá félagið sækja sóknarmann í glugganum, sérstaklega eftir að Gabriel Jesus meiddist í gær.
„Það er erfitt að fara á markaðinn og sækja 'níu'. Það eru ekki margir svona leikmenn í heimsfótboltanum. Leikmaður sem Arsenal gæti horft til sem skundilausn er Victor Osimhen," segir Richards.
„Það voru vandamál milli hans og Napoli og hann fékk að fara á lán til Galatasaray í Tyrklandi. Hann hefur sannað sig sem markaskorari á þessu getustigi og í Meistaradeildinni."
Osimhen er 26 ára og hefur oft verið orðaður við enska boltann.
Athugasemdir