Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Wrexham upp um deild annað árið í röð
Wrexham fagnar því að vera komið í C-deildina
Wrexham fagnar því að vera komið í C-deildina
Mynd: Getty Images
Hollywood-lið Wrexham kom sér upp um deild annað árið í röð er það vann Forest Green, 6-0, í dag.

Bandarísku leikararnir Ryan Reynold og Rob McElhenney eignuðust félagið árið 2020 og hafa síðan lagt mikla vinnu í að koma Wrexham á betri stað.

Á síðasta tímabili náði liðið í 111 stig og tryggði sig upp í ensku deildarkeppnina.

Stór áfangi hjá Wrexham sem var því að spila í deildarkeppninni í fyrsta sinn í 15 ár.

Gengi Wrexham á þessari leiktíð hefur verið ótrúlegt. Liðið hefur verið með eitt af þeim bestu í ensku D-deildinni og í dag tryggði liðið sig upp í C-deildina með því að slátra Forest Green Rovers 6-0 á heimavelli. Þetta er í fyrsta sinn í 159 ára sögu félagsins sem það fer upp um tvær deildir á tveimur tímabilum.

Wrexham er í öðru sæti með 82 stig og átta stigum meira en MK Dons sem er í 4. sætinu þegar tveir leikir eru eftir. Þrjú lið fara beint upp og er Wrexham eitt af þeim liðum.

Reynold og McElhenney hafa gert ótrúlega hluti. Markaðssett það vel, búið til heimildaþætti, fengið góða auglýsingasamninga og fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum. Þetta gæti verið byrjunin á einhverju rosalegu, en tíminn verður að leiða það í ljós.


Athugasemdir
banner
banner
banner