Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 13. maí 2023 21:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sveinn: Ætlaði að enda ferilinn hjá KR
'Það var möguleiki sem ég ígrundaði vel og þetta var ótrúlega erfið ákvörðun fyrir mig'
'Það var möguleiki sem ég ígrundaði vel og þetta var ótrúlega erfið ákvörðun fyrir mig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér var tekið gríðarlega vel hérna og það var rosalega góð tilfinning (að koma aftur)
Mér var tekið gríðarlega vel hérna og það var rosalega góð tilfinning (að koma aftur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér þykir gríðarlega vænt um KR og vænt um þennan völl, vænt um fólkið hérna'
'Mér þykir gríðarlega vænt um KR og vænt um þennan völl, vænt um fólkið hérna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, hrikalega góður sigur, mikil barátta, grófum djúpt fyrir þennan leik, vorum hugrakkir líka, erfiður völlur og svo framvegis. Við spiluðum að mörgu leyti frábæran leik gegn liði sem var algjörlega upp við vegg og við vitum alveg hvað þeir geta. Ég er virkilega stoltur af liðinu í dag," sagði Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn KR í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Þetta er bara eins og þetta er, kalt og völlurinn erfiður, maður treystir boltanum minna og svo framvegis. Fótboltaleikir vinnast á marga mismunandi vegu og þá þarf maður að grafa djúpt í eitthvað annað og við gerðum það í dag."

Þykir gríðarlega vænt um KR
Arnór gekk í raðir uppeldisfélagsins Breiðabliks í vetur eftir sex tímabil hjá KR. Hvernig var að snúa aftur aftur á KR völlinn?

„Mér þykir gríðarlega vænt um KR og vænt um þennan völl, vænt um fólkið hérna. Mér var tekið gríðarlega vel hérna og það var rosalega góð tilfinning (að koma aftur). Mér líður vel hérna og mér leið vel í dag."

All-in eða ekki
Gísli Eyjólfsson skoraði sigurmarkið í dag. „Heldur betur ljúft, mér fannst við virkilega búnir að vinna fyrir þessu marki þannig það var extra mikill léttir að sjá hann í netinu."

Sigurinn var sá fjórði í röð hjá Blikum. „Mér finnst við eiga inni, en líst gríðarlega vel á þetta. Við höfum sýnt frábærar frammistöður, höfum sýnt ýmsar hliðar; erum aggressívir og pressum mikið. Við höfum fengið mörg mörk á okkur í nokkrum leikjum, það er bara all-in eða ekki. Við eigum inni ennþá en ég er ótrúlega ánægður með þá braut sem við erum á."

Arnór var að kljást við Kristin Jónsson, fyrrum liðsfélaga sinn hjá bæði KR og Breiðabliki, í leiknum í dag.

„Það var gaman. Hann lét mig einu sinni vinna virkilega fyrir því þegar hann steig inn í mig. Það var bara gaman og heiður."

Keyrði á möguleikann þegar opnaðist á hann
Af hverju fór Arnór frá KR í vetur og gekk í raðir Breiðabliks?

„Það var bara spurning um hvernig ég ætlaði að verja síðustu árunum. Þetta hvarflaði ekkert að mér, ég ætlaði bara að enda þetta í KR. Svo einhvern veginn fór ég að hugsa málið aðeins og þessi möguleiki opnaðist. Ég ákvað bara að keyra á þetta og sé alls ekki eftir því. Mér líður gríðarlega vel með þessi skipti."

Ótrúlega erfið ákvörðun - Erfitt að sjá gömlu félagana í þessari stöðu
Arnór er 37 ára gamall. Er hann búinn að ákveða að þetta sé síðasta tímabilið á ferlinum?

„Nei nei nei," sagði Arnór og brosti. „Mér finnst þetta svo gaman. En við sjáum bara hvað gerist, hvað guð og lukkan leyfir."

„Já, það voru tvö lið, annað hvort Breiðablik eða KR. Það stóð til boða að vera áfram í KR, það var möguleiki sem ég ígrundaði vel og þetta var ótrúlega erfið ákvörðun fyrir mig,"
sagði Arnór.

Hvernig er að sjá KR í þessari stöðu, með fjögur stig í næst neðsta sæti sem stendur?

„Mjög erfitt, ég horfði á Valsleikinn og mér leið bara alls ekki vel að horfa upp á mína gömlu félaga í þessari stöðu. Það svíður að einhverju leyti."

Var extra gírun að vita að hann væri að fara spila við KR í dag?

„Ég fann fyrir einhverri eftirvæntingu, mjög jákvæðri eftirvæntingu, extra fiðrildi einhver," sagði Arnór að lokum.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn um Arnór og Andra: Gefa okkur allt þetta þrennt
Skilur afstöðu Arnórs mjög vel - „Einn besti leikmaður deildarinnar í mörg ár"
Óskar Hrafn: Löngu tímabært að Arnór komi heim

Athugasemdir
banner
banner