
Magnús Pétur Bjarnason var sáttur að leikslokum eftir góðan 3-1 sigur á Vestra á Eimskipsvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Vestri
„Ég er mjög ánægður að vera komin áfram, það var markmiðið fyrir leikinn.„
Magnús skoraði 2 mörk í dag og var frábær og var hann spurður hvort þessi mörk í dag gæfi honum ekki byr undir báða vængi fyrir komandi átök í sumar.
„Við spiluðum vel sem sem lið og ég nýt góðs af því og þegar liðið spilar vel og ég fæ boltann inn í teignum, þá klára ég færin.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir