Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Laporte væntanlega ekki með gegn Króötum
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: Getty Images
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari.
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari.
Mynd: Getty Images
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar gæti þurft að breyta áætlunum sínum varnarlega aðeins tveimur dögum áður en Spánn mætir Króatíu í sínum fyrsta leik á EM.

Varnarmaðurinn Aymeric Laporte er að glíma við vöðvameiðsli og æfði ekki í morgun. Óvíst er með þátttöku hans gegn Króötum.

Laporte spilar fyrir Al-Nassr í Sádi-Arabíu en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City.

Robin Le Normand varnarmaður Real Sociead verður í vörninni og útlit er fyrir að við hlið hans verði annað hvort Nacho Fernandez eða Dani Vivian. Nacho, sem er leikmaður Real Madrid, er þar líklegri kostur.

Relevo segir að Laporte muni ferðast með spænska liðinu í leikinn í Berlín en talið sé ólíklegt að tekin verði áhætta með að reyna að láta hann spila.

Auk þess að vera með Króatíu í riðli þá eru Ítalía og Albanía einnig í spænska riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner