Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   lau 13. júlí 2024 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er líklega einn erfiðasti völlurinn að koma á. Afturelding er með frábært lið og það er erfitt að koma hingað," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 0-3 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

„Þeir eru góðir og vel þjálfaðir. Að koma hingað og halda hreinu, og skora þrjú, er frábært dagsverk."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

„Við vorum ákveðnir í að gera eitthvað hérna í dag og við gerðum það bara."

Leikurinn var opinn til að byrja með og bæði lið fengu færi, en Þórsararar nýttu sín mun betur.

„Við nýttum færin sem við fengum og gerðum það vel. Við keyrðum hratt og þá og fórum aftur fyrir þá. Við fengum opnari færi. Þeir héldu boltanum vel og sköpuðu sér tækifæri til að byrja með, en við náðum að laga það."

„Við breyttum um taktík í hálfleik og það svínvirkaði. Þeir voru mikið minna að opna okkur. Varnarleikurinn, vinnslan og hugarfarið í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Ég held að við höfum náð að koma þeim á óvart í hálfleik með því að breyta í fjögurra manna línu og fjölga inn á miðsvæðinu. Þeir náðu ekki taktinum. Mér fannst við gera það ofboðslega vel. Það sýnir hvað strákarnir eru góðir að taka við skilaboðum í hálfleik."

Það var mikill andi í Þórsliðinu. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að biðja um frá hópnum, að menn stígi upp og fari í leiðtogahlutverk. Okkur hefur fundist það aðeins vanta, að það verði fleiri leiðtogar inn á vellinum og meiri talandi. Mér fannst það skína í gegn í dag. Þetta er í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem við náum að halda hreinu og það er mjög kærkomið."

Þórsarar fara upp í fimmta sæti eftir þennan leik en þeir eru taplausir í síðustu fimm leikjum. „Núna er vika á milli leikja og maður fær aðeins meiri tíma á æfingasvæðinu og til að skoða leikina betur. Við eigum núna tvo heimaleiki sem við ætlum okkur að vinna. Við höfum aldrei unnið tvo leiki í röð en erum taplausir í fimm. Það gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner