Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 13. ágúst 2022 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Agla María: Alla stelpurnar voru ennþá pirraðar
Kvenaboltinn
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er geggjaður sigur og ég er ógeðslega ánægð að vera komin á Laugaralsvöll, bara geggjað," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Selfossi í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í dag. Liðið mætir Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við fá fullt af færum í fyrri hálfleik en vorum bara 1-0 yfir. Þetta var hörkuleikur og þær voru mjög verðugur andstæðingur. Þetta hefði alveg geta farið á báða bóga en það var mjög gott þegar annað markið kom hjá Helenu, það létti aðeins á."

Agla María skoraði sjálf fyrra mark Breiðabliks í leiknum en það virkaði sem skrítið mark, Tiffany Sornpao markvörður Selfoss þrumaði boltanum í Aglu Maríu sem lenti á henni og boltinn var heila eilífð á leið yfir marklínuna.

„Ég kem í pressuna og rétt kem við boltann og tek hana í leiðinni og boltinn fer einhvern veginn inn," sagði Agla María. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við fengum ansi mörg betri færi en fínt að þessi fór inn. Þetta var mjög lengi að líða en svo gott."

Breiðablik gerði 2 - 2 jafntefli við Stjörnuna í deildinni í vikunni og Agla María segir að þau úrslit hafi stillt hugarfarið af fyrir leikinn í dag.

„Selfoss er með hörkulið, við hefðum geta gert aðeins betur í nokkrum færum en hún varði að sama skapi vel. Svo var þetta hörkujafn leikur, þær hafa verið að standa sig vel í sumar þó þær hafi ekki náð í úrslit svo við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Eftir jafnteflið við Stjörnuna sem var svekkjandi var gott að koma hingað og gera þetta almennilega. Allar stelpurnar voru ennþá pirraðar eftir þetta jafntefli og mér fannst við vera grimmar og unnum þetta svolítið á því. Ég held það sé ekkert lið heppið að mæta okkur í þessum hug."

Nánar er rætt við Öglu Maríu í viðtalinu hér að ofan en hún ræðir þar umræðuna um að dómarar leyfi meira í sumar en áður.


Athugasemdir
banner