Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 13. ágúst 2022 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Agla María: Alla stelpurnar voru ennþá pirraðar
Kvenaboltinn
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er geggjaður sigur og ég er ógeðslega ánægð að vera komin á Laugaralsvöll, bara geggjað," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Selfossi í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í dag. Liðið mætir Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við fá fullt af færum í fyrri hálfleik en vorum bara 1-0 yfir. Þetta var hörkuleikur og þær voru mjög verðugur andstæðingur. Þetta hefði alveg geta farið á báða bóga en það var mjög gott þegar annað markið kom hjá Helenu, það létti aðeins á."

Agla María skoraði sjálf fyrra mark Breiðabliks í leiknum en það virkaði sem skrítið mark, Tiffany Sornpao markvörður Selfoss þrumaði boltanum í Aglu Maríu sem lenti á henni og boltinn var heila eilífð á leið yfir marklínuna.

„Ég kem í pressuna og rétt kem við boltann og tek hana í leiðinni og boltinn fer einhvern veginn inn," sagði Agla María. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við fengum ansi mörg betri færi en fínt að þessi fór inn. Þetta var mjög lengi að líða en svo gott."

Breiðablik gerði 2 - 2 jafntefli við Stjörnuna í deildinni í vikunni og Agla María segir að þau úrslit hafi stillt hugarfarið af fyrir leikinn í dag.

„Selfoss er með hörkulið, við hefðum geta gert aðeins betur í nokkrum færum en hún varði að sama skapi vel. Svo var þetta hörkujafn leikur, þær hafa verið að standa sig vel í sumar þó þær hafi ekki náð í úrslit svo við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Eftir jafnteflið við Stjörnuna sem var svekkjandi var gott að koma hingað og gera þetta almennilega. Allar stelpurnar voru ennþá pirraðar eftir þetta jafntefli og mér fannst við vera grimmar og unnum þetta svolítið á því. Ég held það sé ekkert lið heppið að mæta okkur í þessum hug."

Nánar er rætt við Öglu Maríu í viðtalinu hér að ofan en hún ræðir þar umræðuna um að dómarar leyfi meira í sumar en áður.


Athugasemdir
banner
banner
banner