Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 13. ágúst 2022 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Agla María: Alla stelpurnar voru ennþá pirraðar
Kvenaboltinn
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er geggjaður sigur og ég er ógeðslega ánægð að vera komin á Laugaralsvöll, bara geggjað," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Selfossi í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í dag. Liðið mætir Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við fá fullt af færum í fyrri hálfleik en vorum bara 1-0 yfir. Þetta var hörkuleikur og þær voru mjög verðugur andstæðingur. Þetta hefði alveg geta farið á báða bóga en það var mjög gott þegar annað markið kom hjá Helenu, það létti aðeins á."

Agla María skoraði sjálf fyrra mark Breiðabliks í leiknum en það virkaði sem skrítið mark, Tiffany Sornpao markvörður Selfoss þrumaði boltanum í Aglu Maríu sem lenti á henni og boltinn var heila eilífð á leið yfir marklínuna.

„Ég kem í pressuna og rétt kem við boltann og tek hana í leiðinni og boltinn fer einhvern veginn inn," sagði Agla María. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við fengum ansi mörg betri færi en fínt að þessi fór inn. Þetta var mjög lengi að líða en svo gott."

Breiðablik gerði 2 - 2 jafntefli við Stjörnuna í deildinni í vikunni og Agla María segir að þau úrslit hafi stillt hugarfarið af fyrir leikinn í dag.

„Selfoss er með hörkulið, við hefðum geta gert aðeins betur í nokkrum færum en hún varði að sama skapi vel. Svo var þetta hörkujafn leikur, þær hafa verið að standa sig vel í sumar þó þær hafi ekki náð í úrslit svo við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Eftir jafnteflið við Stjörnuna sem var svekkjandi var gott að koma hingað og gera þetta almennilega. Allar stelpurnar voru ennþá pirraðar eftir þetta jafntefli og mér fannst við vera grimmar og unnum þetta svolítið á því. Ég held það sé ekkert lið heppið að mæta okkur í þessum hug."

Nánar er rætt við Öglu Maríu í viðtalinu hér að ofan en hún ræðir þar umræðuna um að dómarar leyfi meira í sumar en áður.


Athugasemdir
banner
banner