Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   lau 13. ágúst 2022 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Agla María: Alla stelpurnar voru ennþá pirraðar
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er geggjaður sigur og ég er ógeðslega ánægð að vera komin á Laugaralsvöll, bara geggjað," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Selfossi í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í dag. Liðið mætir Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við fá fullt af færum í fyrri hálfleik en vorum bara 1-0 yfir. Þetta var hörkuleikur og þær voru mjög verðugur andstæðingur. Þetta hefði alveg geta farið á báða bóga en það var mjög gott þegar annað markið kom hjá Helenu, það létti aðeins á."

Agla María skoraði sjálf fyrra mark Breiðabliks í leiknum en það virkaði sem skrítið mark, Tiffany Sornpao markvörður Selfoss þrumaði boltanum í Aglu Maríu sem lenti á henni og boltinn var heila eilífð á leið yfir marklínuna.

„Ég kem í pressuna og rétt kem við boltann og tek hana í leiðinni og boltinn fer einhvern veginn inn," sagði Agla María. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við fengum ansi mörg betri færi en fínt að þessi fór inn. Þetta var mjög lengi að líða en svo gott."

Breiðablik gerði 2 - 2 jafntefli við Stjörnuna í deildinni í vikunni og Agla María segir að þau úrslit hafi stillt hugarfarið af fyrir leikinn í dag.

„Selfoss er með hörkulið, við hefðum geta gert aðeins betur í nokkrum færum en hún varði að sama skapi vel. Svo var þetta hörkujafn leikur, þær hafa verið að standa sig vel í sumar þó þær hafi ekki náð í úrslit svo við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Eftir jafnteflið við Stjörnuna sem var svekkjandi var gott að koma hingað og gera þetta almennilega. Allar stelpurnar voru ennþá pirraðar eftir þetta jafntefli og mér fannst við vera grimmar og unnum þetta svolítið á því. Ég held það sé ekkert lið heppið að mæta okkur í þessum hug."

Nánar er rætt við Öglu Maríu í viðtalinu hér að ofan en hún ræðir þar umræðuna um að dómarar leyfi meira í sumar en áður.


Athugasemdir
banner
banner
banner