Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 13. ágúst 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 18. umferðar - Sautján ára miðvörður KR
Jón Arnar Sigurðsson.
Jón Arnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er í sjötta sinn í liðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson er í sjötta sinn í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Tobias Sandberg.
Erik Tobias Sandberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann gríðarlega dýrmætan 1-0 sigur gegn FH í gær þar sem Aron Þórður Albertsson skoraði eina mark leiksins. Hann er einn af þremur leikmönnum KR sem eru í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Hinn sautján ára gamli Jón Arnar Sigurðsson lék í miðverðinum og átti frábæran leik. Þá er Jóhannes Kristinn Bjarnason kominn af meiðslalistanum og er einnig í úrvalsliðinu.

Pálmi Rafn Pálmason er þjálfari umferðarinnar þó flestir séu að tala um aðstoðarþjálfarann Óskar Hrafn Þorvaldsson.



William Eskelinen markvörður Vestra er í markinu en Djúpmenn gerðu 1-1 jafntefli gegn toppliði Víkings í Fossvoginum. Gísli Gottskálk Þórðarson leikmaður Víkings var valinn maður leiksins.

Breiðabliki tókst ekki að saxa á forskot Víkings en Kópavogsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni. Davíð Ingvarsson lagði upp bæði mörk Blika og var valinn maður leiksins.

ÍA vann mjög mikilvægan slag gegn Fram og er í fjórða sætinu. Jón Gísli Eyland Gíslason og Erik Tobias Sandberg eru fulltrúar ÍA í liðinu.

Arnór Breki Ásþórsson var maður leiksins í 1-1 jafntefli Fylkis og KA. Þá skoraði Jónatan Ingi Jónsson þrennu fyrir Val sem rúllaði yfir tíu HK-inga 5-1. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk og er í sjötta sinn í liði umferðarinnar.



Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Bölvun aflétt með nýjum þjálfara og glórunni tapað
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner