Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. október 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ungverskur endurskoðandi með flautuna á morgun
Icelandair
Tamas Bognar.
Tamas Bognar.
Mynd: Getty Images
UEFA fór ekki í efstu hillu þegar dómurum var raðað á landsleik Íslands og Andorra annað kvöld.

Ungverskur endurskoðandi heldur um flautuna, maður að nafni Tamas Bognar. Hann hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009 en hefur þó ekki gengið mjög vel að klifra upp stigann.

Bognar dæmdi leik Tékklands og Búlgaríu í undankeppninni. Þá hefur hann dæmt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hann hefur dæmt leik hjá gullkynslóðinni okkar en fyrir tíu árum dæmdi hann U21-landsleik Norður-Írlands og Íslands. Leik sem Ísland vann 6-2.

Rúrik Gíslason skoraði tvö mörk í umræddum leik en Bjarni Þór Viðarsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner