Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. október 2021 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Enska knattspyrnusambandið gæti fengið refsingu
Wembley
Wembley
Mynd: EPA
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gæti refsað enska knattspyrnusambandinu eftir lætin sem brutust út fyrir leikinn gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í sumar.

Fleiri hundruð manns brutust inn á Wembley og slógust við lögreglu og starfsmenn vallarins fyrir leikinn.

Myndböndum var dreift á samfélagsmiðlum og vakti það mikinn óhug er það streymdi inn fólki á leikvanginn.

Fólk sem var ekki með miða stal sætum af þeim sem höfðu keypt miða.

BBC segir að enska knattspyrnusambandið gæti átt yfir höfði sér refsingu og gæti enska landsliðið þurfti að spila fyrir luktum dyrum.

UEFA tekur málið fyrir á mánudag og fæst niðurstaða í málinu um það bil sólarhring síðar.

Athugasemdir
banner
banner
banner