banner
   sun 13. nóvember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Þarft gluggann til að bæta gæði hópsins
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, er að vonast til þess að opna veskið í janúar en hann gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi eftir 4-3 sigurinn á Leeds í gær.

Conte hefur verið í deilum við Daniel Levy, eiganda Tottenham, varðandi leikmannakaup en Conte vill bæta við tveimur leikmönnum í janúar.

Eftir því sem enskir miðlar komast næst þá vill Conte fá framherja og miðvörð í glugganum.

„Þið vitið það mætavel að ef þú vilt vera í titilbaráttu og vinna bikar þá þarftu leikmenn með mikil gæði. Þú sérð Manchester City, Liverpool og Chelsea; þessi lið eru rosalega sterk.“

„Þegar ég ræði við ykkur um þetta núna eftir þetta eina ár, ekki gleyma því að við vorum í Sambandsdeildinni. Þetta þarf að vera ákveðið ferli og það tekur tíma.“

„Það þarf þolinmæði og þarft líka gluggann til þess að bæta hópinn, gæði hópsins og það er gríðarlega mikilvægt.“

„Þið sáuð hvað það munar um að hafa Richarlison og Kulusevski í hópnum, en að vera án þeirra. Það er mikilvægt fyrir mig að vinna með þessum leikmönnum. Bætingarnar hjá Rodrigo og Hojbjerg eru rosalegar.“

„Það þarf líka að hjálpa til með því að bæta hópinn ef þú vilt berjast um eitthvað mikilvægt,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner