Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   sun 14. apríl 2024 00:12
Brynjar Ingi Erluson
Dalot: Mistök eru hluti af lífinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot var ekki ánægður með varnarleikinn í 2-2 jafntefli Manchester United gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United lenti tvisvar undir gegn Bournemouth. Willy Kambwala gerði stór mistök í fyrsta markinu og þá var allt of opið hægra megin í vörn United í öðru markinu er Justin Kluivert skoraði.

Dalot segir að liðið verði að bæta varnarleikinn og það sé hluti af lífinu að gera mistök.

„Þetta hefur verið eitt helsta áhyggjuefnið, kannski þurfum við að vera þéttari sem lið og ekki hafa bilið á milli varnar og miðju svona stórt. Stundum er það of stórt og þeir keyra á okkur í skyndisóknum. Við þurfum að bæta þetta því þetta er langt frá því að vera nógu gott fyrir félag af þessari stærðargráðu.“

„Á þessu tímabili höfum við sýnt að trúin sé til staðar, þar sem við höfum komið til baka, en það hefur gerst of oft á tímabilinu. Við verðum að ná að stjórna leikjum betur. Það er markmiðið í næstu leikjum.“

„Þetta hefur verið að gerast í síðustu leikjum en við horfum ekki í það hver gerði það heldur vitum við að þetta getur gerst í topp fótbolta og andstæðingurinn er nógu færi til að skora ef við gerum þau mistök. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og reyna koma í veg fyrir.“

„Að gera mistök er hluti af lífinu. Þetta snýst um að bregðast rétt við í næsta leik og næstu mínútum á eftir til að reyna gera betur. Það er það sem við þurfum að yfirstíga, taka ábyrgð og reyna að gera ekki mistök í næstu leikjum. Það er áskorunin,“
sagði Dalot.
Athugasemdir
banner
banner