Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mats Hummels yfirgefur Dortmund (Staðfest)
Mats Hummels.
Mats Hummels.
Mynd: EPA
Mats Hummels mun yfirgefa Borussia Dortmund í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Dortmund staðfestir þetta í yfirlýsingu sinni í dag.

Hinn 35 ára gamli Hummels ætlar að róa á önnur mið í sumar en það er óhætt að segja að hann muni kveðja Dortmund sem goðsögn innan félagsins.

Hann spilaði í 14 tímabil með Dortmund, spilaði 508 leiki og vann sjö titla.

Það er talið líklegast að Hummels muni færa sig yfir í ítölsku úrvalsdeildina en bæði AC Milan og Roma eru sögð áhugasöm um hann.
Athugasemdir
banner
banner