Spekingarnir á RÚV völdu úrvalslið Evrópumótsins eftir leik Englands og Spánverja í kvöld.
Alls koma sjö fulltrúar frá Evrópumeisturum Spánverja. Aymeric Laporte og Marc Cucurella eru í vörnininni ásamt William Saliba og Joshua Kimmich.
Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili er í markinu en hann átti stórkostlegt mót og er sanngjarnt í liðinu. Margar stórar vörslur hjá honum.
Dani Olmo, Fabian Ruiz og Rodri eru í þriggja manna miðju. Olmo var öflugt vopn af bekknum í byrjun móts en tók byrjunarliðssæti eftir að Pedri meiddist.
Frammi eru þeir Lamine Yamal, Cody Gakpo og Nico Williams. Yamal skoraði eitt og lagði upp fjögur á meðan Williams skoraði tvö og lagði upp eitt. Gakpo skoraði þrjú fyrir Hollendinga.
Það vekur athygli að enginn Englendingur er í úrvalsliðinu, þrátt fyrir að það hafi komist alla leið í úrslitaleikinn.
Úrvalsliðið: Giorgi Mamardashvili (Georgía), Joshua Kimmich (Þýskaland), Aymeric Laporte (Spánn), William Saliba (Frakkland), Marc Cucurella (Spánn), Rodri (Spánn), Dani Olmo (Spánn), Fabian Ruiz (Spánn), Lamine Yamal (Spánn, Cody Gakpo (Holland), Nico Williams (Spánn).
Sérfræðingarnir Stofunnar völdu lið mótsins. Eruð þið sammála? pic.twitter.com/ohaHX4Qvux
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Athugasemdir