Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 14. ágúst 2022 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu handabandið sem fór úr böndunum: Tuchel gegn Conte

Það ætlaði að sjóða uppúr eftir lokaflautið í dramatískum grannaslag á Stamford Bridge í dag.


Tottenham gerði jöfnunarmark á lokasekúndum uppbótartímans og urðu lokatölur 2-2.

Antonio Conte og Thomas Tuchel, knattspyrnustjórar félaganna, áttust við á hliðarlínunni í seinni hálfleik og aftur að leikslokum. Í seinna skiptið, eftir leikslok, virtist allt ætla um koll að keyra þegar þeim tókst ekki að kveðjast með eðlilegu handabandi.

Þeir tókust í hendur og ætlaði Conte að labba í gegnum Tuchel, sem tók því ekki vel og sleppti ekki hendi kollega sins. Þess í stað benti hann Conte á að horfa í augun á fólki þegar hann tekur í hönd þess

Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá atburðarásina frá frábæru sjónarhorni með að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá frá því þegar þeir tókust á í miðjum leik.

Sjáðu atvikið




Athugasemdir
banner
banner