Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 14. september 2022 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Voru jafnir fyrir kvöldið en nú á Messi metið
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: EPA
Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, á nú metið yfir að hafa skorað gegn flestum liðum í Meistaradeild Evrópu.

Messi skoraði jöfnunarmark PSG gegn Maccabi Haifa frá Ísrael í riðlakeppninni í kvöld en hann hefur nú skorað gegn 39 mismunandi liðum í keppninni.

Fyrir kvöldið var hann og Cristiano Ronaldo skorað gegn 38 liðum en markið hjá Messi þýðir að hann hefur tekið fram úr Ronaldo.

Messi er enn fjórtán mörkum á eftir Ronaldo yfir flest mörk í keppninni frá upphafi en hann getur svo sannarlega saxað á þá forystu í vetur.

Ronaldo mun spila í Evrópudeildinni með Manchester United á þessari leiktíð, en það er í fyrsta sinn á ferlinum sem hann spilar ekki í Meistaradeild Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner