Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mán 14. október 2024 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Stórundarleg dómgæsla í Laugardalnum - Demiral stálheppinn að fá ekki á sig víti og rautt
Icelandair
Orri Steinn átti skotið sem Demiral varði
Orri Steinn átti skotið sem Demiral varði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Merih Demiral, varnarmaður Tyrklands, er stálheppinn að vera enn inni á vellinum eftir að hafa nokkuð augljóslega varið boltann á marklínu í teig tyrkneska liðsins.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Tyrkir höfðu fengið tvær vítaspyrnur í leiknum en seinna vítið var nokkuð grimm ákvörðun.

Í stöðunni 2-1 fyrir Tyrkland var vandræðagangur í teig Tyrkja og var það Orri Steinn Óskarsson sem náði skoti en Demiral var mættur á marklínuna.

Hann gerði sig breiðan og hreinlega varði skot Orra með höndinni, en VAR skoðaði atvikið og ákvað að senda ekki Damian Sylwestrzak, dómara leiksins, að skjánum. Demiral var á gulu spjaldi og hefði því fengið sitt seinna gula og þar með rautt.

Mjög svo undarleg dómgæsla og sérstaklega miðað við línuna hjá VAR og dómarateyminu í þessum leik.

Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin stuttu síðar með skalla áður en Arda Güler kom Tyrkjum aftur í forystu eftir slæm mistök Hákonar Rafns Valdimarssonar.


Athugasemdir
banner